Fréttir | 01. maí 2024

Sniglar

Forseti tekur þátt í hópkeyrslu Snigla, bifhjólasamtaka lýðveldisins. Haldið var frá Granda í Reykjavík að Háskólanum í Reykjavík. Talið er að um 1.300 bifhjólakappar hafi tekið þátt í ferðinni og mun þetta þá hafa verið fjölmennasti viðburður af þessu tagi í sögu landsins. Forseti sat hjól Njáls Gunnlaugssonar Snigils sem var í fararbroddi ásamt Árna Friðleifssyni aðalvarðstjóra. Sniglar fagna í ár 40 ára afmæli. Eftir aksturinn ræddi forseti við liðsmenn samtakanna og aðra um bifhjólamenningu á Íslandi, leiðir til að efla hana enn frekar og bæta öryggi á vegum landsins. Einnig var rætt um mikilvægi þess að sporna við fordómum eða tortryggni í garð bifhjólafólks og þeirra samtaka þeirra sem hafa góð samfélagsgildi að leiðarljósi.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar